Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. september 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Reglugerð um brýna læknismeðferð erlendis

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð um brýna læknismeðferð erlendis þegar ekki  er unnt að veita nauðsynlega aðstoð hér á landi, sem og um ferðastyrki vegna meðferðarinnar. Reglugerðin kemur í stað þriggja eldri reglugerða.

Markmiðið með setningu reglugerðarinnar er að öll ákvæði um læknismeðferð erlendis og ferðastyrki verði í einni reglugerð, til hagræðis fyrir þá sem að þessum málum koma.

Í reglugerðinni er kveðið á um skilyrði fyrir greiðsluþátttöku í brýnni læknismeðferð erlendis þegar ekki er unnt að veita nauðsynlega aðstoð hér á landi. Í slíkum tilfellum greiða Sjúkratryggingar Íslands kostnað við meðferðina, en skilyrði er að meðferðin sé alþjóðlega viðurkennd og byggist á gagnreyndri þekkingu á sviði læknisfræði.

Þá eru settar reglur um málsmeðferð og val á meðferðarstað, auk reglna um komu sérgreinalækna til landsins. Einnig er kveðið á um greiðslu ferðastyrks, þ.e. fargjalds og dagpeninga, og skilyrði fyrir greiðslu ferðastyrks til fylgdarmanna.

Loks eru  í reglugerðinni sérákvæði um sérstakt sjúkraflug og tæknifrjóvgun erlendis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum