Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. september 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Aukið fé til meðferðar fyrir karla sem beita ofbeldi

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur veitt 800.000 króna styrk til meðferðarúrræðisins Karlar til ábyrgðar svo unnt sé að halda rekstri þess óskertum til ársloka. Karlar til ábyrgðar er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Rekstur þess og stjórnun er í höndum Jafnréttisstofu og felst meðferðin í einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Rekstrarkostnaður verkefnisins á þessu ári verður 6,8 milljónir króna að meðtöldum styrk ráðuneytisins.
Nánar um verkefnið

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum