Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. september 2010 Dómsmálaráðuneytið

Sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal fagnar verklagsreglum fyrir lögreglu í mansalsmálum

Sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal fagnar nýútkomnum verklagsreglum fyrir lögreglu um meðferð mála þar sem grunur leikur á að um mansal geti verið að ræða.

Sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal fagnar nýútkomnum verklagsreglum fyrir lögreglu um meðferð mála þar sem grunur leikur á að um mansal geti verið að ræða. Teymið telur þær til marks um að lögreglan hafi unnið mikið verk við að efla þekkingu og sérhæfingu innan lögreglunnar til að takast á við þennan erfiða brotaflokk. Verklagsreglurnar eru að mati teymisins ítarlegar og vandaðar og endurspegla skilning á sérstöðu mögulegra fórnarlamba. Hvetur teymið aðrar fagstéttir sem geta komist í tengsl við möguleg fórnarlömb mansals til að kynna sér verklagsreglurnar sem eru aðgengilegar á vef lögreglunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum