Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. október 2010 Dómsmálaráðuneytið

Framboðsfrestur vegna kosninga til stjórnlagaþings er til hádegis 18. október

Framboðum vegna kosninga til stjórnlagaþings skal skilað til landskjörstjórnar fyrir klukkan 12 á hádegi mánudaginn 18. október nk. Kosið verður 27. nóvember og stjórnlagaþing kemur saman eigi síðar en 15. febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá Íslands.

Framboðum vegna kosninga til stjórnlagaþings skal skilað til landskjörstjórnar fyrir klukkan 12 á hádegi mánudaginn 18. október nk. Kosið verður 27. nóvember og stjórnlagaþing kemur saman eigi síðar en 15. febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá Íslands.

Landskjörstjórn, í samráði við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið, hefur útbúið eyðublöð fyrir frambjóðendur. Þau er að finna á sérstakri síðu fyrir frambjóðendur á kosningavef ráðuneytisins, kosning.is, og einnig á vef landskjörstjórnar, landskjor.is.

Upplýst um frambjóðendur

Landskjörstjórn upplýsir í síðasta lagi 3. nóvember, á vefsíðu sinni og á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, hverjir bjóða sig fram til stjórnlagaþings. Hún raðar síðan frambjóðendum í stafrófsröð, þar sem fyrsta nafn er valið af handahófi, og úthlutar þeim um leið auðkennistölu, sem einnig er valin af handahófi.

Kjósendur skrifa auðkennistölurnar á kjörseðla á kjördag í þeirri forgangsröð sem þeir velja frambjóðendur.

Kynningarefni

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er falið, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010, að útbúa kynningarefni um frambjóðendur og dreifa því á öll heimili hér á landi. Auk þess skal kynningarefnið birt á kosningavef ráðuneytisins. Kynningarefnið byggist á upplýsingum sem frambjóðandi skilar um leið og hann tilkynnir um framboð sitt.

Ráðuneytið mun kappkosta að hraða kynningarferlinu eins og kostur er. Ætla má að upplýsingar um frambjóðendur verði birtar á kosningavefnum fljótlega eftir að tilkynnt verður hverjir bjóða sig fram og að prentað kynningarefni verði borið í hús á landinu öllu einni viku til tíu dögum fyrir kosningar.

Þá  mun dómsmála- og mannréttindaráðuneytið dreifa til allra kjósenda í landinu sýnishorni af kjörseðli, ásamt skýringum á því hvernig atkvæðagreiðsla og talning atkvæða fer fram. Þessi kynningarseðill skal jafnframt birtur hér á vefnum.

Mælst er til þess að kjósendur skrái á kynningarkjörseðilinn auðkennistölur þeirra sem þeir ætla að velja og hafi með sér á kjörstað. Þannig auðvelda þeir og flýta fyrir sér að kjósa.

 Sjá nánar:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira