Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. október 2010 Utanríkisráðuneytið

Mikill áhugi á íslenskum bókmenntum í Finnlandi

Bokakaupstefna_Turku-2010
Bokakaupstefna_Turku-2010

Fimm til sex verk hafa verið gefin út á finnsku á hverju ári undanfarin ár. Um er að ræða fjölbreytt úrval bóka s.s Íslendingasögur, barnabækur, glæpasögur, smásögur og svokallaðar fagurbókmenntir. Árið 2010 verður metár en alls munu tíu íslenskir titlar koma út á árinu. Í fyrra var einnig gefin út íslensk bók í sænskri þýðingu en sænskan er opinbert tungumál í Finnlandi.

Bókakaupstefnan í Turku var haldin í tuttugasta sinn dagana 1.-3 október s.l.. og hefur sendiráð Íslands í Helsinki annast skipulagningu Íslands á henni undanfarin tíu ár s.s. þátttöku íslenskra höfunda, að dreifa upplýsingum um Ísland og íslenskar bókmenntir, og efnt til sýninga. Sendiráðið nýtir kaupstefnuna til tengslamyndunar við útgefendur íslenskra bókmennta fyrir Íslands hönd. Það starfar náið með öðrum norrænum sendiráðum í Helsinki. Skipuleggjendur kaupstefnunnar hafa stutt þátttöku Íslands með margvíslegum hætti undanfarin tíu ár.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum