Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. nóvember 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ný rannsókn um hagi og líðan ungs fólks á Norðurlöndunum

Rannsóknir & greining lauk nýverið samanburðarrannsókn meðal 16 – 19 ára nemenda á Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðunum, Grænlandi, Álandseyjum og Færeyjum. Rannsóknin heitir  ,,The Nordic Youth Research“ og var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni en unnin að frumkvæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Um viðamikið verkefni var að ræða og gefin var út rannsóknarskýrsla með 93 myndum og 65 töflum ásamt viðaukum með svörum við öllum spurningum spurningalistans í 510 töflum.  Skýrsluna ásamt viðaukum má finna á vef Rannsókna og greiningar www.rannsoknir.is.
 
Tölfræðigögn rannsóknarinnar verða opin til umsóknar frá 1. janúar 2012 eða fyrr og verður þá tilkynnt um það sérstaklega.
 
Ef frekari upplýsinga er óskað um rannsóknina má hafa samband við Rannsóknir & greiningu, Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, 102 Reykjavík.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum