Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. nóvember 2010 Forsætisráðuneytið

Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna

Á fundi samráðshóps ráðherra og stjórnarandstöðu þann 15. október var ákveðið að kalla saman vinnuhóp sérfræðinga ráðuneyta, lánastofnana og Hagsmunasamtaka heimilanna. Sigurður Snævarr, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra er formaður samráðshópsins. Verkefni hópsins var að meta kostnað af ýmsum þeim leiðum til lausnar á skuldavanda heimilanna.

Hópurinn skilaði niðurstöðum sínum í dag með ítarlegri skýrslu um skuldastöðu heimilanna og mati á leiðum sem helst hafa verið til umræðu sem lausnir á skuldavanda heimilanna. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þessar:

  • Tæplega 100 þúsund heimili töldu fram fasteignir til skatts árið 2009, þar af tæplega 30 þúsund sem ekki töldu fram íbúðarskuldir.
  • Tæplega 73 þúsund heimili töldu fram íbúðaskuldir, alls um 1.200 milljarða kr.
  • Meðal íbúðaskuld er tæplega 18 m.kr.
  • Íbúðaskuldir eru hæstar hjá fólki á fertugsaldri, að meðaltali um 23 m.kr. hjá hjónum/sambýlisfólki og 17 m.kr. hjá einhleypum/einstæðum foreldrum.
  • Rúmlega 20 þúsund fasteignaeigendur skulda meira en nemur fasteignamati eða 28% þeirra sem eru með íbúðaskuldir eða 20% af fasteignaeigendum alls.
  • Vaxtagjöld sem talin voru fram til skatts 2009 námu 59,5 milljörðum kr. og vaxtabætur um 12 milljörðum kr. eða sem nemur þriðjungi vaxtagjalda.
  • Vanskil hafa aukist hjá öllum lánastofnunum. Vanskil yfir 90 daga eru 10,4% hjá viðskiptabönkunum, 6,4% hjá Íbúðalánasjóði og 4,0% hjá lífeyrissjóðum.
  • Mat sérfræðingahópsins er að um 10.700 heimili séu í greiðsluvanda, eða um 14.7% heimila með íbúðaskuldir eða 11% fasteignaeigenda alls.
  • Um helmingur heimila í greiðsluvanda skuldar meira en verðmæti fasteignar.
  • Rúmlega 80% heimila í greiðsluvanda keypti fasteign á árunum 2004-2008.
  • Rúmlega 80% heimila í greiðsluvanda er á höfuðborgarsvæðinu eða Reykjanesi
  • Heimili í greiðsluvanda eru flest tiltölulega tekjulág.

11 mismunandi leiðir til að bregðast við vandanum hafa verið skoðaðar sérstaklega af hópnum. Þessar leiðir eru;

  • Sértæk skuldaaðlögun
  • Flöt lækkun skulda um 15,5%
  • Niðurfærsla skulda m.v. upphaflega lánsfjárhæð
  • Lækkun skulda að 110% verðm.eigna
  • Lækkun skulda að 100% verðm.eigna
  • Stiglækkandi niðurfærsla skulda að 90% af verðm.eigna
  • Hækkun vaxtabóta
  • Lækkun vaxta í 3%
  • Tveggja þrepa nálgun (sölu-/kaupréttur)
  • LÍN leiðin
  • Eignarnám og niðurfærsla skulda með gerðardómi.

Hér má sjá samanteknar niðurstöður sem sýna kostnað við hverja leið í milljörðum króna og fækkun heimila í vanda ef viðkomandi leið er farin og heildarfjölda þeirra sem úrræðið myndi nýtast (ekki eru tölur vegna þriggja síðustu leiðanna).

    Fækkun heimila í vanda eftir aðgerð Fækkun heimila í vanda eftir aðgerð  
  Kostnaður milljarðar kr.
Neysluviðmið UMS +50% Neysluviðmið UMS +100% Fjöldi sem úrræði nýtist
Sértæk skuldaaðlögun  18-26  2.100 (29,5%)
 2.100 (19,6%)  2.605
Flöt lækkun skulda um 15,5%  185  1.500 (21,0%)  2.100 (19,6%)  72.762
Niðurfærsla skulda m.v. upphaflega lánsfjárhæð
 155  1.250 (17,6%)  1.750 (16,4%)  72.762
Lækkun skulda að 110% verðm.eigna  89  900  (12,6%)  1.050  (9,8%)  15.203
Lækkun skulda að 100% verðm.eigna
 125  1.250 (17,6%)  1.470 (13,8%)  20.348
Stiglækkandi niðurfærsla skulda að 90% af verðm.eigna
 150  1.450 (20,5%)  1.800 (16,7%)
 36.081
Hækkun vaxtabóta
 2 á ári,
40 ef
varanlegt
 1.450 (20,5%)  1.070 (10,0%)
 36.524
Lækkun vaxta í 3%  24 ári
240, ef
varanlegt
 2.600 (36,3%)
 3.770 (35,3%)  72.762


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum