Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. nóvember 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Notkun öflugra leysibenda takmörkuð

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að setja reglur til að takmarka almenna notkun öflugra leysa vegna hættu sem getur stafað af meðhöndlun þeirra. Sett verður ný reglugerð á grundvelli laga um geislavarnir sem gerir innflutning öflugra leysa tilkynningarskyldan og notkun þeirra leyfisskylda.

Almenningur á orðið auðvelt með að eignast öfluga leysa sem sumir eru jafnvel meira en eitt hundrað millivött. Geislavarnir ríkisins hafa bent á að samfara fjölgun leysa hafi í vaxandi mæli orðið vart við misnotkun þeirra. Dæmi séu um að þeim sé beitt til að áreita almenning, lögreglu, ökumenn og flugmenn. Sá sem verður fyrir slíkum leysa getur hlotið varanlegan augnskaða og jafnvel orðið blindur, þá geta alvarleg slys hlotist af því ef stjórnendur farartækja blindast

Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra hefur því ákveðið að setja reglugerð á grundvelli ákvæða laga um geislavarnir þar sem kveðið verður á um að innflutningur á öflugum leysum verði tilkynningarskyldur og notkun þeirra verði háð leyfi Geislavarna ríkisins samkvæmt nánari skilyrðum sem stofnunin setur.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum