Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. nóvember 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Níu friðlýst svæði á rauðum lista

Gullfoss. Mynd: Simon Cole.
Gullfoss

Umhverfisstofnun hefur tekið saman að beiðni umhverfisráðuneytisins yfirlit um ástand friðlýstra svæða sem eru undir miklu álagi og hlúa þarf að. Níu svæði eru sett á svonefndan rauðan lista og átta svæði á appelsínugulan. Rauð svæði eru þau sem Umhverfisstofnun telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi strax við. Svæði á rauða listanum eru Dyrhólaey, Friðland að Fjallabaki, Grábrókargígur, Gullfoss og Geysir, Helgustaðanáma, Hveravellir, Reykjanesfólkvangur, Surtarbrandsgil og Teigarhorn. Sjá nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Umhverfisráðuneytið og Iðnaðarráðuneytið efndu í dag til fundar um náttúruvernd og ferðaþjónustu. Á fundinum var rætt um úttekt Umhverfisstofnunar, úrræði til umbóta, fjármögnun þeirra og leiðir til að tryggja að ferðaþjónusta og náttúruvernd fari saman. Hér er hægt að skoða upptökur erinda sem flutt voru á fundinum. 

  • Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. (Myndskeið)
  • Ástand og umbætur á friðlýstum svæðum. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. (Myndskeið).
  • Ferðamannastaðir á Íslandi – uppbygging til framtíðar. Elías Gíslason, forstöðumaður ferðamálasviðs Ferðamálastofu. (Myndskeið).
  • Uppbygging ferðamannastaða. Fjármögnun, ábyrgð, sjálfbærni. Einar Torfi Finnsson, framleiðslustjóri hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum, handhafa umhverfisverðlauna Ferðamálastofu. (Myndskeið). 
  • Rekstur og umsjá þjóðgarða og friðlýstra svæða. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. (Myndskeið).
  • Ávarp Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. (Myndskeið).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum