Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. desember 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra afhenti Sólborg Grænfánann

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhendir leikskólanum Sólborg Grænfánann.
Sólborg

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti nýverið leikskólanum Sólborg í Reykjavík Grænfánann. Nú taka tæplega 200 skólar á öllum skólastigum þátt í verkefninu Skólar á grænni grein (Eco-Schools) og af þeim flagga 110 skólar Grænfánanum. Eco-Schools var stofnað af samtökunum Foundation for Environmental Education árið 1994 og hefur Landvernd verið aðili að verkefninu frá árinu 2000. Þetta er því tíunda skólaár Grænfánaverkefnisins hér á landi.

Sérstaða í starfi Sólborgar felst í sameiginlegu uppeldi og menntun fatlaðra og ófatlaðra barna og á þremur stofum leikskólans dvelja heyrnalaus og heyrnaskert börn ásamt heyrandi börnum. Umhverfisráðherra afhenti því Grænfánann á táknmáli.

Frétt á heimasíðu Sólborgar.

Heimasíða Landverndar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum