Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. janúar 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýjar reglugerðir varðandi flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti tvær nýjar reglugerðir fyrir áramót vegna flutnings á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Reglugerðirnar tóku gildi 1. janúar.

Önnur reglugerðin snýst um úthlutun framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á þessu ári og er hún nr. 1066/2010. Hin reglugerðin, nr. 1067/2010, varðar stofnun Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem annast skal  fasteignir sem nýttar eru í þágu fatlaðra.

Nánar á heimasíðu innanríkisráðuneytisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum