Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. janúar 2011 Forsætisráðuneytið

Punktar frá 5. fundi samhæfingarnefndar um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna

Fundur haldinn mánudaginn 10. janúar 2011, kl. 8:30, í fundarsal forsætisráðuneytisins, Hverfisgötu 4-6, 5. hæð.

Mætt: Jón Ólafsson (JÓ), formaður nefndarinnar og Páll Þórhallsson (PÞ), skipaðir af forsætisráðherra, Magnús Pétursson (MP) fulltrúi Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir (GHÞ) fulltrúi BHM, BSRB og KÍ. Halldóra Friðjónsdóttir  og og Sonja Ýr Þorbergsdóttir voru fjarverandi sem og Kristín Ástgeirsdóttir en haft var símasamband við hana í upphafi fundar.

Drög að siðareglum fyrir ráðherra var umfjöllunarefni fundarins. Áfram var unnið í textanum en fyrir fundu bárust eftirfarndi athugasemdir frá Kristínu Ástgeirsdóttur:

  1. Væri ekki eðlilegra að segja í inngangi að hægt sé að leita til Umboðsmanns Alþingis ef.......
  2. Það er þetta með hver á að ýta á ráðherrann til að hann segi af sér. Er það í samræmi við okkar stjórnskipan að forsætisráðherra leggi til við forseta að ráðherra víki? Verður hann ekki sjálfur að ganga á fund forseta og biðjast lausnar?
  3. Legg til að setningin um að ráðherrastarfinu fylgi að færa verði fórnir verði strikuð út. Óþarfi að hafa svona lýsingar í reglunum. Legg til að klausan byrji svona: Ráðherra skal eftir föngum draga mörk á milli einkalífs og opinberra skyldustarfa...

Ekki var rituð formleg fundargerð


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum