Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. febrúar 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra lýsir áhyggjum af stöðu mála í Egyptalandi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála í Egyptalandi. Hann fordæmir hörku egypskra yfirvalda gagnvart mótmælendum þar í landi en Sameinuðu þjóðirnar telja að allt að 300 manns hafi látið lífið frá því að mótmælin hófust.

Í umræðum á Alþingi um málið, sagði utanríkisáðherra stjórnvöld taka undir mótmæli gegn því að mannréttindi væru ekki virt. Ráðherra fordæmdi að almenningur í Egyptalandi njóti ekki tjáningarfrelsis eða möguleika á að koma skoðunum sínum á framfæri með banni við fjölmiðlum, lokun sjónvarpsstöðva og takmörkunum á aðgangi að netinu. Hann sagði grundvöll þess að hinn raunverulegi vilji fólks fái brotist fram sé að haldnar verði frjálsar kosningar þar sem engin höft eru á skoðanamiðlun eða tjáningarfrelsi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum