Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. febrúar 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra skrifar um norðurslóðir

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur birt tvær greinar þar sem hann fjallar um nýlega þingsályktunartillögu um Norðurslóðir. Í grein sem birtist í dag í Fréttablaðinu ræðir ráðherra um hvernig tryggja megi beinharða hagsmuni Íslendinga á svæðinu, um mikilvægi þess að styrkja Norðurskautsráðið sem samráðsvettvang ríkjanna á norðurslóðum og sameiginlega baráttu gegn loftslagsvánni, sem hafa mun gríðarleg áhrif á svæðinu.

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skemmstu, fjallar ráðherra um þau tækifæri og þann háska, sem breytingar, t.d. með opnun siglingaleiða á norðurslóðum, mun hafa. Þar skiptir hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sameiginlegar aðgerðir í leit og björgun, svo og rannsóknir, miklu.

Samvinnusjórn á Norðurslóðum, Fréttablaðið, 2. febrúar 2011

Norðurslóðir og stefna Íslands, Morgunblaðið, 18. janúar 2011

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum