Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. febrúar 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðstefna um minkaveiðiátak og framtíð minkaveiða

Minkur
Minkur

Umsjónarnefnd með minkaveiðiátaki boðar til ráðstefnu um árangur átaksins, rannsóknir og framtíðarsýn um fyrirkomulag minkaveiða í ljósi þeirra upplýsinga sem verkefnið hefur dregið fram. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, 14. mars 2011, kl. 13-16.

Markmið minkaveiðiátaksins 2007-2010 var staðbundin útrýming minks í Eyjafirði og á Snæfellsnesi. Veiðiálag var aukið og samhliða var unnið að rannsóknum til þess að meta árangur og leita svara við þeirri spurningu hvort mögulegt væri að útrýma mink á landsvísu. Merkjanlega góður og skjótur árangur náðist í Eyjafirði. Hægar gekk að fækka mink á Snæfellsnesi, en þar hefur þó einnig orðið veruleg fækkun.

Tilgangur ráðstefnunnar er annars vegar að kynna árangur verkefnisins og niðurstöður rannsókna og hins vegar að velta upp spurningum um framtíðarfyrirkomulag minkaveiða. Ráðstefnan verður send út á netinu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Erla Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi, er ráðstefnustjóri.

Dagskrá:

  • Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur.
  • Átaksverkefni um útrýmingu minks. Hugi Ólafsson, formaður umsjónarnefndar.
  • Framkvæmd veiðiátaks. Arnór Þ. Sigfússon, umsjónarmaður veiðiátaks.
  • Rannsóknir í tengslum við átakið. Róbert Stefánsson, líffræðingur.
  • Mat á árangri átaksverkefnisins. Páll Hersteinsson, prófessor.
  • Veiðiátakið frá sjónarhóli veiðimanna. Hannes Haraldsson og Helgi Jóhannesson. 
  • Pallborð. Hvernig er best að haga minkaveiðum í ljósi niðurstöðu átaksins? Þátttakendur:
    Árni Snæbjörnsson, Bændasamtökum Íslands.
    Bjarni Pálsson, Umhverfisstofnun.
    Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Óðinn Sigþórsson, Landssambandi veiðimanna.
    Páll Hersteinsson prófessor.
    Snorri H. Jóhannesson, Félagi atvinnuveiðimanna á ref og mink.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum