Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. mars 2011 Félagsmálaráðuneytið

Málþing um samfélagstúlkun fyrir innflytjendur

Velferðarráðuneytið og innflytjendaráð efna til málþings um samfélagstúlkun fyrir innflytjendur á Grand Hótel Reykjavík 4. mars næstkomandi. Fjallað verður um réttindi innflytjenda til túlkaþjónustu og fræðslu og menntun fyrir samfélagstúlka og fagfólk sem vinnur með þeim.

Málþingið hefst kl. 12.30 og lýkur kl. 16.00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.  

Innflytjendaráð lét nýlega gera úttekt á stöðu túlkaþjónustu fyrir innflytjendur hér á landi auk samantektar um lagaumgjörð þessarar þjónustu á Norðurlöndunum. Markmið innflytjendaráðs með þessari vinnu er að leggja grunn að framtíðartilhögun þessara mála á Íslandi. Athygli er vakin á skýrslunni sem er aðgengileg á vef ráðuneytisins: Túlkaþjónusta fyrir innflytjendur

Skráning

Þátttakendur er vinsamlegast beðnir um að skrá þátttöku á málþingið og í vinnuhópa með tölvupósti á netfangið [email protected]

Dagskrá

12.30 Opnun
12.40 Ávarp – Íris Björg Kristjánsdóttir, formaður innflytjendaráðs
12.50 Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar
Staða samfélagstúlkunar í dag

13.20 Ingibjörg Hafstað túlkur
Tvítal milli þriggja einstaklinga – hlutverk túlks

13.35 Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða
Fræðsla fyrir notendur túlkaþjónusturnar

14.00 Kaffihlé
14.20–15.30 Vinnuhópar (sjá hér að neðan)
15.30 Niðurstöður úr vinnuhópum og málþingsslit


Vinnuhópur 1: Túlkun og börn

Innlegg frá Ólöfu Ástu Farestveit, framkvæmdastjóra Barnahúss
Umræða um börn sem túlka og túlkun fyrir börn

Vinnuhópur 2: Símatúlkun og aðrir nýir kostir

Innlegg frá Þorsteini Gunnarsyni, forstöðumanni hælissviðs Útlendingastofnunar
Umræða um möguleika til hagræðingar, til dæmis símatúlkun, orðalista, hlutverk þýðinga og gagnabanka)

Vinnuhópur 3: Fræðsla fyrir notendur túlkaþjónustunnar

Innlegg frá Eddu Ólafsdóttur, félagsráðgjafa Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða
Umræða um verklagsreglur fyrir fræðslu þeirra sem vinna með túlk

Vinnuhópur 4: Menntun túlka

Innlegg frá Sabine Leskopf, stundakennara við Háskóla Íslands
Umræða um kröfur til túlka og námsleiðir

Vinnuhópur 5: Réttindi innflytjenda til túlkaþjónustu

Innlegg frá Hrefnu Magnúsdóttur, Fjölmenningarsetri

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira