Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. mars 2011 Dómsmálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti ríkissaksóknara

Sjö umsóknir bárust um embætti ríkissaksóknara en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar sl. Umsóknirnar verða nú sendar til meðferðar hjá hæfnisnefnd er skal vera ráðherra til fulltingis við undirbúning skipunar í embættið og skila honum rökstuddu og skriflegu mati á hæfni umsækjenda. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl nk. en þá lætur Valtýr Sigurðsson af störfum.

Umsækjendur um embætti ríkissaksóknara í stafrófsröð:

  • Egill R. Stephensen, lögfræðingur við embætti tollstjóra.
  • Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarsaksóknari Alþingis og saksóknari við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra (í leyfi).
  • Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
  • Kolbrún Sævarsdóttir, settur héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur.
  • Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi.
  • Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis og vararíkissaksóknari (í leyfi).
  • Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur vararíkissaksóknari og saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira