Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. mars 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Unnið að bættum veðurspám með auknu samstarfi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Dominique Marbouty, forstjóri Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa (ECMWF).
Undirritun samnings um fulla aðild Veðurstofu Íslands að Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Dominique Marbouty, forstjóri Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa (ECMWF), undirrituðu í dag samning um aðild Veðurstofu Íslands að ECMWF. Veðurstofan hefur átt aukaaðild að reiknimiðstöðinni frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar.

Veðurstofur flestra aðildarþjóða nota spár ECMWF í starfsemi sinni. Reiknimiðstöðin rekur mjög öflugt gagnaver með ofurtölvum. Með fullri aðild Íslands að ECMWF mun Veðurstofan fá aðgengi að reikniafli stofnunarinnar sem mun væntalega skila sér í bættum veðurspám.

Frétt á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Nánar má lesa um sögu reiknimiðstöðvarinnar, hlutverk hennar og mikilvægi, á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum