Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. mars 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra skrifar um Norðurslóðagáttina á Akureyri

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birti í gær í Fréttablaðinu grein um Norðurslóðagáttina, www.arcticportal.com, sem hýst er á Akureyri. Gáttin veitir aðgang að margvíslegum upplýsingum um norðurslóðir, s.s. yfirlit um norðursiglingar, orkumál, fiskveiðar og loftslagsbreytingar. Fjöldi norðurslóðasamtaka vítt um norðurhvelið hefur jafnframt sett þar upp vefsetur og vinnusvæði sín. Ein þeirra samtaka eru alþjóðasamtök hreindýrafólks, sem vöktu máls á ágæti Norðurslóðagáttarinnar við ráðherra á fundi í Tromsö í janúar sl.

Greinina um hreindýrafólkið og Norðurslóðagáttina má lesa hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum