Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. mars 2011 Dómsmálaráðuneytið

Umsækjendur um þrjú embætti hæstaréttardómara

Átta umsóknir bárust um þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar vegna tímabundinnar fjölgunar í réttinum, sbr. lög nr. 12/2011.
Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands

Átta umsóknir bárust um þrjú embætti dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar vegna tímabundinnar fjölgunar í réttinum, sbr. lög nr. 12/2011. Umsóknarfrestur rann út 14. mars síðastliðinn.

Umsækjendur eru í stafrófsröð:

  • Benedikt Bogason, héraðsdómari og dómstjóri héraðsdóms Vesturlands
  • Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
  • Greta Baldursdóttir, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur
  • Helgi I. Jónsson, héraðsdómari og dómstjóri héraðsdóms Reykjavíkur
  • Jónas Jóhannsson, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur
  • Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur
  • Sigrún Guðmundsdóttir, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur
  • Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira