Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. mars 2011 Dómsmálaráðuneytið

Kynningarefni unnið af Lagastofnun Háskóla Íslands

Lagastofnun Háskóla Íslands vinnur að gerð hlutlauss kynningarefnis um Icesave-samningana vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl, í samræmi við ályktun Alþingis þar að lútandi. Kynningarvefur Lagastofnunar verður opnaður á morgun, mánudaginn 28. mars, á veffanginu thjodaratkvaedi.is og gert er ráð fyrir að kynningarbæklingi stofnunarinnar verði dreift inn á hvert heimili mánudaginn 4. apríl og þriðjudaginn 5. apríl.

Á thjodaratkvaedi.is segir að ýmsir áhugamenn um málefni þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl hafi sett á laggirnar vefsíður til að koma á framfæri efni því tengdu og taka þátt í þjóðmálaumræðunni. Er bent á að ábendingar um slíkar vefsíður séu vel þegnar á veffangið [email protected] til að unnt sé að vísa á þær af kynningarvef Lagastofnunar þannig að mismunandi sjónarmið fái að njóta sín.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum