Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. mars 2011 Dómsmálaráðuneytið

Sérprentun laga nr. 13/2011 send á hvert heimili

Sérprentun laga nr. 13/2011
Sérprentun laga nr. 13/2011

Innanríkisráðuneytinu ber að enda öllum heimilum í landinu sérprentun laganna sem kosið er um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl næstkomandi. Dreifing sérprentunarinnar hefst á morgun mánudag 28. mars, en það er Íslandspóstur sem annast dreifinguna fyrir hönd  innanríkisráðuneytisins.

Í sérprentuninni er vakin athygli á því að á vefsíðu Alþingis, althingi.is, undir dálkinum Efni um Icesave, er að finna frumvarpið sem varð að lögum nr. 13/2011 ásamt öllum skjölum er varða meðferð þess. Þá er ennfremur vísað á vefinn kosning.is, þar sem upplýsingar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar er að finna. Einnig er í bæklingnum vísað á kynningarvefinn thjodaratkvaedi.is, en þar er finna kynningu Lagastofnunar Háskóla Íslands á Icesave-samningnum ásamt upplýsingum um vefslóðir með mismunandi sjónarmiðum. 

Hafi sérprentun laganna ekki borist þann 30. mars má hafa samband við þjónustufulltrúa með netsamtali, senda tölvupóst á [email protected] eða hafa samband við þjónustuver í síma 580 1200.

Sérprentun laga nr. 13/2011 (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum