Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. apríl 2011 Forsætisráðuneytið

Atkvæðagreiðslan um Icesave snýst um lífskjör á Íslandi

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir tók í dag þátt í opnum fundi Háskóla Íslands um Icesave. Á fundinum fluttu forystumenn stjórnmálaflokkana stutt ávörp og svöruðu fyrirspurnum úr sal. Í ávarpi sínu sagði forsætisráðherra m.a. :

„Í mínum huga hefur Icesave deilan allt frá upphafi snúist um það eitt að finna skástu lausnina fyrir land og þjóð út úr þessu erfiða máli. Að þessu leytinu til er Icesave deilan sama marki brennd og flest af þeim erfiðu verkefnum sem núverandi ríkisstjórn hefur þurft að glíma við vegna hrunsins.“

„Menn verða að hafa kjark til að horfast í augu við þær efnahagslegu afleiðingar sem blasa við ef ekki tekst að ljúka Icesave deilunni með sátt nú um helgina. Lausn deilunnar skiptir samfélagið gríðarlega miklu máli.“

“Atkvæðagreiðslan snýst ekki um ríkisstjórnina, ekki einstaka flokka eða forystumenn þeirra, ekki um ESB, EES eða AGS. Atkvæðagreiðslan snýst um lífskjör á Íslandi og hversu hratt við vinnum okkur út úr efnahagshruninu sem hér varð.“

Ávarpið í heild má nálgast hér á vefnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum