Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. apríl 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra lýsir áhyggjum vegna frétta af ofbeldisverkum í flóttamannabúðum

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson,  lýsir áhyggjum vegna frétta af ofbeldisverkum gegn óbreyttum borgurum í flóttamannabúðunum Camp Ashraf í Írak. Tekur ráðherra undir með alþjóðasamtökum og ríkjum, þ.á.m. Evrópusambandinu og Noregi sem harmað hafa fréttir af ofbeldisverkum þar.  Ráðherra hvetur írösk stjórnvöld til að vinna að friðsamlegri lausn á stöðu íbúanna og að leitað verði stuðnings Sameinuðu þjóðanna við úrlausn málsins.

Camp Ashraf búðirnar voru stofnaðar 1986 til að veita írönskum andófsmönnum skjól þegar stríð geisaði milli Írak og Íran.  Í búðunum búa enn um 3.500 manns.  Samkvæmt yfirlýsingum Írakshers brutust átök út lok í síðustu viku, þar sem íbúar búðanna hafi ögrað sveitum hersins. Íbúar saka Íraksher hins vegar um að ógna og áreita íbúa með skotvopnum. Fréttum ber ekki saman um fjölda fallinna.

Utanríksráðherra lýsir áhyggjum af fréttum þess efnis að írösk stjórnvöld hafi hindrað mannúðaraðstoð til handa almennum borgurum sem særst hafa í átökum síðustu daga. Íslensk stjórnvöld fara fram á að írösk stjórnvöld fari í einu og öllu að alþjóðlegum mannúðarlögum og að þau tryggi að mannúðaraðstoð berist þeim sem eru hjálpar þurfi.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum