Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. apríl 2011 Innviðaráðuneytið

Fyrsti PEPPOL reikningurinn sendur og móttekinn!

 Þann 1. mars 2011 náðist sá merki áfangi að fyrsti rafræni reikningurinn var sendur á milli landa eftir leiðum PEPPOL (Pan-European Public Procurement OnLine project).

 

 

Sænska Fjársýslan (ESV) tók við reikningnum, sem var gefinn út af danska verktakanum Alfa1lab. Við færsluna var stuðst við skeytaflutningsleiðir og viðskiptaferla PEPPOL, BIS (Business Interoperability Specifications). Reikningurinn barst heilu og höldnu inn í reikningakerfi ESV, þar sem hann var samþykktur og greiddur.

Aðgerð þessi markar ákveðin tímamót, þar sem markmið PEPPOL er að koma á rafrænum innkaupum um alla Evrópu. Stefnt er að alhliða umhverfi byggt á þjóðlegum kerfum og innviðum, sem styðja rafræna innkaupakeðju frá upphafi til enda. Þannig eiga jafnt lítil sem stór fyrirtæki í Evrópu að geta keypt inn rafrænt hjá hvaða stjórnsýslustofnun sem er innan Evrópu.

Sjá nánar vef PEPPOL: http://www.peppol.eu/News/news-archive/first-peppol-invoice-sent-received-approved-and-paid

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum