Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. maí 2011 Innviðaráðuneytið

Reykjavíkurborg tekur á móti rafrænum reikningum

 

Sjófiskur sjávarfang ehf. sendir nú um 500 reikninga á mánuði rafrænt til Reykjavíkurborgar.

Reikningarnir eru með NES/UBL sniði, en Sendill.is og DK hugbúnaður ehf. eiga í samstarfi um miðlun rafrænna reikninga, með því móti. Reikningarnir skiluðu sér allir hratt og örugglega inn í bókhaldið með öllum nauðsynlegum upplýsingum til að bóka reikninginn sjálfvirkt, kemur fram í fréttatilkynningu. Sjá nánar á vef:

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/04/27/samstarf_um_midlun_reikninga/

Mjólkursamsalan og fleiri birgjar senda nú einnig rafræna reikninga reglulega til Reykjavíkurborgar, sem hefur undirritað samstarfssamning við Skýrr ehf. um innleiðingu á skeytamiðlun.

Hjörtur Grétarsson, upplýsingatæknistjóri Reykjavíkurborgar segir í tilkynningu að markmið borgarinnar sé "... áframhaldandi innleiðing rafrænna reikninga hjá borginni flýti fyrir skráningu gagna, fækki skráningarvillum og hraði afgreiðslu reikninga." Sjá nánar á vef:

http://www.visir.is/reykjavikurborg-semur-vid-skyrr-/article/2010684682976

Þá hafa RARIK og Orkusalan undirritað samstarfssamning við Skýrr um innleiðingu á skeytamiðlun fyrir rafræna reikninga. Sjá nánar:

http://skyrr.is/um-skyrr/frettir/frett/2011/02/11/RARIK-og-Orkusalan-semja-um-skeytamidlun-og-rafraena-reikninga/

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum