Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. maí 2011 Heilbrigðisráðuneytið

31. maí – „dagur án tóbaks“

Í dag er „dagur án tóbaks“. Árið 1987 útnefndi Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni 31. maí sem dag er helga skal baráttunni gegn reykingum og hefur reyklausi dagurinn, líkt og víða annars staðar, verið haldinn ár hvert hér á landi síðan þá. Árið 2006 var heiti dagsins svo breytt hérlendis og kallast nú tóbakslausi dagurinn eða dagur án tóbaks, en það er til samræmis við enskt heiti dagsins eða „World No Tobacco Day“.

Í ár hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lagt áherslu á að dagurinn nýtist til þess að varpa ljósi á rammasamning Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir (FCTC) sem tók gildi árið 2005. Ísland undirritaði samninginn 16. júní 2003 og var hann síðar fullgiltur þann 14. júní 2004. Fleiri en 170 ríki heims eiga aðild að samningnum en í honum er áréttað að allir eigi rétt á sem bestri heilsu ásamt því að í samningnum eru að finna ráðleggingar varðandi samvinnu á sviði tóbaksvarna.

Í tilefni dagsins bauð landlæknisembættið til morgunverðarfundar á Grand hóteli. Þema fundarins var hin áðurnefndi rammasamningur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir og ávarpaði velferðarráðherra fundinn auk þess sem stutt ávörp voru flutt um efni samningsins ásamt stefnumótunar í tóbaksvörnum.

Velferðarráðherra fór yfir þann árangur sem náðst hefur hér á landi í tóbaksvörnum undanfarin ár og hvað einna helst hafi stuðlað að þessum árangri, svo sem öflugt forvarnastarf og þrengdar skorður við reykingum með lagasetningu. Þá upplýsti ráðherra að tekin hafi verið sú ákvörðun að ráðist verði í heildræna opinbera stefnumótun á sviði tóbaksvarna og verða fyrstu skrefin í þeirri vinnu stigin strax á næstu mánuðum.

Sjá nánar:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum