Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. júní 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Unnið að hækkun bóta

Í maí voru undirritaðir kjarasamningar á almennum markaði til þriggja ára. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna samninganna kom meðal annars fram eftirfarandi:

Stjórnvöld munu endurskoða bætur almannatrygginga með hliðsjón af niðurstöðum kjarasamninga milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, þannig að lífeyrisþegar og atvinnulausir njóti hliðstæðra kjarabóta og samið verður um í kjarasamningum. Unnið er að nánari útfærslu þessarar yfirlýsingar í velferðarráðuneytinu og Tryggingastofnun ríkisins. Sameiginleg kynning velferðarráðherra, Vinnumálastofnunar og Tryggingastofnunar á áhrifum þessarar kjarabóta verður í upphafi næstu viku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum