Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. júlí 2011 Forsætisráðuneytið

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur þegið boð Angelu Merkel, kanslara um heimsókn til Þýskalands

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur þegið boð Angelu Merkel, kanslara um heimsókn til Þýskalands. Þær munu funda næstkomandi mánudag, 11. júlí, í Berlín.

Viðskipti milli landanna eru mjög mikil og hafa farið vaxandi undanfarin ár, bæði vöruviðskipti og þjónustuviðskipti. Þýskaland er eitt stofnríkja Evrópusambandsins. Ísland og Þýskaland eiga sérstakt samstarf á þessu ári á sviði menningarmála, en Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt í október á þessu ári.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum