Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. júlí 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Dýravelferðarmál undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

Ljósmynd: Hugi Ólafsson.
Kýr í haga.

Nefnd um dýravelferð hefur skilað af sér tillögum að frumvarpi til nýrra laga um málaflokkinn.

Tillögurnar liggja nú frammi á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins en í þeim er gert ráð fyrir að málaflokkurinn í heild verði færður undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og að Matvælastofnun fari með eftirlit með framkvæmd laganna.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið tekur við athugasemdum og ábendingum og er skilafrestur þeirra til 20. ágúst næstkomandi.

Ráðuneytið mun í framhaldi af því vinna endanlegt frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi á komandi haustþingi.

Frétt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um tillögurnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum