Hoppa yfir valmynd

Frétt

29. september 2011 Forsætisráðuneytið

Forsetaúrskurðir um skipulag Stjórnarráðs Íslands.

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg

Forseti Íslands hefur samkvæmt tillögu forsætisráðherra gefið út tvo nýja forsetaúrskurði er varða skipulag Stjórnarráðs Íslands. Úrskurðirnir eiga sér stoð í 15. gr. stjórnarskrárinnar og nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands.

Annars vegar er um að ræða forsetaúrskurð um heiti og fjölda ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og mælir úrskurðurinn fyrir um óbreytta skipan ráðuneyta.

Hins vegar er um að ræða forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna á milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Úrskurðurinn leysir af hólmi reglugerð um Stjórnarráð Íslands þar sem kveðið hefur verið á um verkaskiptingu á milli ráðuneyta en tekur jafnframt mið af þeim breytingum sem Alþingi hefur samþykkt og fela í sér að heiti ráðherra og ráðuneyta í einstökum lögum eru felld brott. Forsetaúrskurðurinn er af þeim sökum mun ítarlegri en reglugerð um Stjórnarráð Íslands hefur verið enda lög honum ekki til fyllingar eins og við átti um reglugerðina. Forsetaúrskurðurinn felur þannig í sér tæmandi réttarheimild um verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Með forsetaúrskurðinum er á hinn bóginn ekki gerðar efnisbreytingar á gildandi verkaskiptingu á milli ráðuneyta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum