Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. október 2011 Utanríkisráðuneytið

Ræddi þingsályktunartillögu um Palestínu hjá öryggisráði SÞ

Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum tók þátt í opnum umræðum um Miðausturlönd í öryggisráði SÞ í gær, 24. október. Í ræðu sinni upplýsti fastafulltrúi öryggisráðið um þingsályktunartillöguna sem lögð hefur verið fram á Alþingi um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu og skoraði á meðlimi öryggisráðsins að mæla með því við allsherjarþingið að umsókn Palestínu um aðild að Sameinuðu þjóðunum verði samþykkt, en umsóknin er nú til umfjöllunar hjá öryggisráðinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum