Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. október 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Góður rómur gerður að málþingi um ESB og umhverfismál

Pallborð í lok málþings.
Pallborð í lok málþings.

Umhverfisráðuneytið og utanríkisráðuneytið stóðu í gær fyrir málþingi um Evrópusambandið og umhverfismál í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB. Þingið var vel sótt en þar mátti m.a. fræðast um umhverfislöggjöf ESB sem EES samningurinn nær ekki yfir, reynslu Eistlands af inngöngu í sambandið og áhrif þess á umhverfismál, starf náttúruverndarsamtaka í Brussel og um muninn milli aðildar að EES og ESB. 

Málþingið hófst með ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra en að því loknu tók við Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor og varadeildarforseti við lagadeild HÍ, sem fjallaði um lagalegan mun á aðild að EES samningnum og ESB. Þá ræddi Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, um það hvernig félagasamtök reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins með grasrótarstarfi í Brussel.

Erlendir fyrirlesarar voru tveir;  Michael O'Briain frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fjallaði um náttúruverndarlöggjöf ESB en hún fellur fellur utan EES samningsins og net verndarsvæða sambandsins sem kallast Natura 2000.  Kadri Moller frá umhverfisráðuneyti Eitslands ræddi nýlega reynslu Eista af inngöngu þeirra í Evrópusambandið og áhrif þess á náttúruverndarmál heima fyrir.

Að loknum erindum sátu frummælendur í pallborði þar sem náttúruverndarmál í löggjöf ESB voru rædd frá ýmsum hliðum og spurningum gesta svarað.

Fundarstjóri var Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu.

 

Málþingið var vel sótt.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum