Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. nóvember 2011 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Forsaetisradherra-og-Barosso-i-Brussel-081111
Forsaetisradherra-og-Barosso-i-Brussel-081111

Forsætisráðherra fundaði í dag með Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið var meginefni fundarins og var sérstaklega rætt gott samstarf sem verið hefur við framkvæmdastjórnina í þeirri rýnivinnu sem lokið er, svo og við skipulagningu viðræðnanna. Á fundinum var einnig rætt um stöðu efnahagsmála á alþjóðavettvangi og aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að skuldavandanum sem einstök Evrópuríki hafa átt við að glíma. Einnig var rætt um þann viðsnúning sem orðið hefur í efnahagsmálum á Íslandi á síðustu þremur árum.

"Við áttum mjög góðan og gagnlegan fund þar sem við ræddum ýmis mál ítarlega, sérstaklega framhald aðildarviðræðnanna næstu mánuði og áherslur okkar um að reyna að opna sem flesta kafla á tíma formennsku Dana í Evrópusambandinu, fyrir júlí 2012. Barroso taldi árangurinn og ferlið hingað til hafa gengið mjög hratt og vel, enda er Ísland vel undirbúið og hefur langa reynslu af samstarfi við Evrópusambandið, bæði vegna EES-samningsins og Schengen samstarfsins", sagði forsætisráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum