Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. nóvember 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Góð og gagnleg umræða á málstofum um skógrækt

Málstofa um skógrækt.
Málstofa um skógrækt.

Líflegar umræður og gagnlegar voru á málstofum um skógrækt sem haldnar voru á Egilsstöðum á mánudag og í gær í Reykjavík. Málstofurnar voru á vegum nefndar sem undirbýr heildarendurskoðun skógræktarlaga.

Markmiðið með málstofunum var að fá ábendingar og tillögur sem nýst gætu nefndinni við áframhaldandi vinnu og gekk það eftir enda góð aðsókn á báðum stöðum og fjöldi góðra athugasemda og uppástunga sem komu fram í umræðum málstofugesta.

Brýnt er orðið að endurskoða skógræktarlögin þar sem aðstæður í samfélaginu eru gjörbreyttar síðan núverandi lög voru sett fyrir rúmlega hálfri öld.

Hlutverk nefndarinnar er að fara yfir núgildandi lög er varða málefni skógræktar og framkvæmd þeirra og vinna greinargerð um hvert skuli vera inntak og áherslur nýrrar löggjafar um skógrækt. Á grundvelli þeirrar greinargerðar mun umhverfisráðuneytið að höfðu samráði við nefndina, vinna drög að frumvarpi til nýrra skógræktarlaga.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum