Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. nóvember 2011 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Rafræn tækni í þágu lýðræðis

Ögmundur Jónasson og Guðbjörg Sigurðardóttir sitja fund um rafræna stjórnsýslu í Póllandi
Ögmundur Jónasson og Guðbjörg Sigurðardóttir sitja fund um rafræna stjórnsýslu í Póllandi

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra situr nú fund um rafræna stjórnsýslu í Poznan í Póllandi. Fundurinn er skipulagður af Evrópusambandinu með aðkomu EES-ríkjanna.

Fundinn sækir auk ráðherra Guðbjörg Sigurðardóttir sem hefur stýrt málefnum upplýsingasamfélagsins í Stjórnarráðinu. Fram til þessa hefur málaflokkurinn verið vistaður í forsætisráðuneytinu en mun nú flytjast í innanríkisráðuneytið.

Helga Óskarsdóttir, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, og Hugrún Ösp Reynisdóttir úr fjármálaráðuneyti sækja einnig fundinn svo og sérfræðingarnir Halla Björg Baldursdóttir frá Þjóðskrá Íslands og Bragi Leifur Hauksson frá Tryggingastofnun.

Íslendingar vel á vegi staddir

Á ráðstefnnni fer fram umræða um hverng hægt er að flýta því að borgarar njóti rafrænnar þjónustu á sem flestum sviðum. Guðbjörg Sigurðardóttir segir að Íslendingar séu bærilega vel á vegi staddir hvað snertir ýmsa þætti til dæmis varðandi skilríki. Hún segir ennfremur að Íslendingum hafi orðið vel ágengt við að skapa breiða samstöðu um ýmis lykilverkefni varðandi samvirkni kerfa.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir þetta skipta miklu máli og fagnar því hve jákvæðir allir aðilar eru, ríkisstofnanir, sveitarfélögin og Samtök atvinnulífsins. Hann segir að evrópska átakið byggist á þremur þáttum: Að smíða kerfin, tengja þau saman og að þetta muni síðan stuðla að vexti í efnahagslífinu. Ráðherra segist sammála þessari hugsun en ofar öllu sé þó sú staðreynd að rafræna tækni megi nota í þágu lýðræðisins. ,,Það mun leiða af sér kröftugra samfélag sem mun vaxa og dafna,” sagði ráðherra á fundinum í dag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira