Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. nóvember 2011 Utanríkisráðuneytið

Fundur með Evrópumálaráðherra Írlands

Lucinda
Lucinda

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fundaði í dag með Lucindu Creighton Evrópumálaráðherra Írlands. Á fundinum ræddu ráðherrarnir aðgerðir Evrópusambandsins til að takast á við skuldavanda ákveðinna Evrópuríkja og stöðu og horfur á evrusvæðinu. Evrópumálaráðherra Írlands lýsti fullum stuðningi við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði að Írar og Íslendingar ættu ótvírætt margra sameiginlegra hagsmuna að gæta innan Evrópusamvinnunnar og hét stuðningi Írlands í samningaferlinu. Írar taka við formennskunni í ESB í byrjun árs 2013. Ráðherrarnir ræddu jafnframt stöðu efnahagsmála á Írlandi og Íslandi en bæði ríkin hafa gengið í gegnum efnahagserfiðleika eftir fjármálakreppuna haustið 2008. Fram kom í máli írska Evrópuráðherrans að efnahagsleg endurreisn Írlands væri á áætlun, náðst hefði hagvöxtur á þessu ári auk þess sem erlendar fjárfestingar og útflutningur færi vaxandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum