Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. mars 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fréttasíða um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)

Verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) mun reglulega birta  fréttir af starfi nefndarinnar og öðru því sem þykir markvert á sviði NPA.  Fjöldi og umfang frétta ræðst þó af því hvað er efst á baugi hverju sinni.  Verkefnisstjórnin  hvetur alla þá sem hafa áhuga og hafa eitthvað til málanna að leggja að koma fréttum eða fréttaskotum á framfæri.  Það er ljóst að árið 2012 og 2013 verða viðburðarík þegar NPA er annars vegar.  Mikilvægt er því að allir sem koma að því að móta framtíð NPA á Íslandi geti lært hver af öðrum.  Upplýsingar og skoðanaskipti eru því dýrmætt veganesti  í  þessu sambandi.  Þessi fréttasíða er starfrækt á grundvelli opinnar stjórnsýslu þar sem lögð er áhersla á að þeir sem láta sig NPA varða geti komið sínum hugmyndum á framfæri með það að markmið að styrkja framkvæmd NPA á Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum