Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. mars 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úthlutun styrkja til verkefna 2012

Bláklukka
Bláklukka

Umhverfisráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði umhverfismála.

Úthlutunin er í samræmi við breytt fyrirkomulag úthlutunar styrkja til félaga, samtaka og lögaðila en Alþingi hefur hætt úthlutun á styrkjum til ýmissa verkefna eins og verið hefur. Alþingi ákvarðar áfram umfang fjárframlaga en úthlutun er í höndum mismunandi ráðuneyta eftir málefnasviðum þeirra.  

Í úthlutun umhverfisráðuneytisins var áhersla lögð á verkefni á sviði umhverfis- og náttúruverndar en 37 milljónir króna voru til ráðstöfunar. Tók umhverfisráðuneytið afstöðu til 57 umsókna að upphæð tæplega 143 milljóna króna.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2012:

Arkitektafélag Íslands Útgáfa fjögurra smárita um vistvænni byggð 250.000
Blái herinn,umhverfissamtök Hreinn ávinningur 2011-2013 500.000
Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi Einstök náttúra Eldsveitanna 100.000
Eyjafjarðarsveit Eyðing skógarkerfils í Eyjafjarðarsveit 750.000
Fenúr - Fagráð um endurnýtingu og úrgang  Aðalfundur ISWA 2012 150.000
Ferðaklúbburinn 4x4 Forvarnir, stikun leiða og smávegagerð 450.000
Fjórðungssamband Vestfirðinga Undirbúningur vegna vottaðra Vestfjarða 3.000.000
Framkvæmdaráð Snæfellsness Umhverfisvottun Snæfellsness 1.000.000
Framtíðarlandið Náttúrukortið 800.000
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands Fuglaathugunarstöð Suðausturlands - merkingar og talningar fugla o.fl. 1.000.000
Fuglavernd Koma á fót IBA skrá fyrir hafsvæði - IBA Marine 600.000
Fuglavernd Ferðastyrkur á EU bird and Habitats Directive Task Force fundi 300.000
Garðarshólmur ses Garðarshólmur ses 3.700.000
Gróður fyrir fólk,áhugasamtök Nýting lífræns úrgangs af Suðurnesjum til uppgræðslu og ræktunar 1.250.000
Hið íslenska náttúrufræðifélag Netvæðing á fræðslufundum Hín 200.000
Katla Jarðvangur ses Katla Jarðvangur í alþjóðlegu samstarfi 500.000
Landgræðslufélag Héraðsbúa Landgræðslustörf á Fljótdalshéraði- stöðvun jarðvegsrofs og uppgræðsla 800.000
Landvarðafélag Íslands Alþjóðaráðstefna landvarða 250.000
Landvernd Bláfáni 1.000.000
Landvernd Ráðstefna fyrir starfsfólk leik-, grunn-, og framhaldsskóla á grænni grein 350.000
Melrakkasetur Íslands Melrakkasetur Íslands - refarannsóknir á Hornströndum 1.500.000
Náttúran er ehf Þróun þriggja grænna appa fyrir snjallsíma og spjaldtölvur 2.500.000
Náttúrufræðistofa Kópavogs Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns.  3.700.000
Náttúrusetrið á Húsabakka ses Náttúrusetrið á Húsabakka 1.000.000
Náttúruverndarsamtök Íslands Umsagnir og miðlun upplýsinga á vef samtakanna v/ Rio +20 500.000
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Norræn ráðstefna um umhverfishugvísindi 400.000
Samtökin Grænn apríl Grænn apríl 2012 250.000
Skjálftafélagið-félag áhugafólks Undirbúningur jarðvangs við heimskautsjaðar (Geopark at the Edge) 350.000
Skorradalshreppur Gerð hættumats og viðbragðsáætlana vegna gróðurelda i Skorradal 700.000
Skotveiðifélag Íslands Veiðistjórnun á Íslandi - stefnumótun til framtíðar 800.000
Skógræktarfélag Borgarfjarðar Votlendisstígar í fólkvangnum Einkunnum 1.000.000
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Viðbragðsáætlun og varnir vegna hættu á skógareldum á ræktunarsvæði Skógræktarf. Haf. 1.250.000
Skógræktarfélag Íslands Yfirfærsla Skógræktarritsins á stafrænt form og miðlun á vef 500.000
Skógræktarfélag Íslands Opinn skógur 2.000.000
Surtseyjarfélagið Rekstur og undirbúningur 50 ára afmælisráðstefna 2013 650.000
Umhverfishópur Stykkishólms Málþing um vistvænni samgöngur 350.000
Ungmannafélagið Úlfljótur (USÚ) Merking hjóla- og göngustíga innan og umhverfis Höfn 150.000
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni SCENES - alþjóðleg umhverfisvottun skátamiðstöðva 850.000
Vistbyggðarráð Handbók um vistvænt skipulag 600.000
Vistbyggðarráð Íslenskt umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar 1.000.000

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum