Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. mars 2012 Utanríkisráðuneytið

Yrsa Sigurðardóttir á Alþjóðlegu bókmenntahátíð Bókaormsins í Peking

Yrsa Sigurðardóttir
Yrsa Sigurðardóttir

Sennusagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir mun koma fram á Alþjóðlegu bókmenntahátíð Bókaormsins í Peking um helgina. Bókaormurinn er bókabúð og kaffihús sem stendur fyrir þessum árlega viðburði sem skapað hefur sér sérstöðu sem alþjóðleg bókmenntahátíð með þátttöku rithöfunda hvaðanæva að úr heiminum. Hún fer fram í þremur kínverskum borgum samtímis: Peking, Suzhou og Chengdu. Þetta árið eru saman komnir 80 höfundar frá 20 löndum.

Fyrri fyrirlestur Yrsu verður um bækur hennar og norræna spennusagnahefð að kvöldi 18. mars og degi seinna mun hún taka þátt í pallborðsumræðum um undirheima í bókmenntum ásamt rithöfundunum Sifizi Mzobe frá Suður Afríku og Chris Womersley frá Ástralíu.

Þetta er annað árið í röð sem sendiráð Íslands í Kína á samstarf við Alþjóðlegu bókmenntahátíð Bókaormsins í Peking og íslenskur höfundur kemur þar fram en á síðasta ári var Andri Snær Magnason viðstaddur hátíðina. Frekari upplýsingar um Bókmenntahátíðina og þátttöku Yrsu má finna heimasíðu hátíðarinnar:
http://bookwormfestival.com/

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum