Hoppa yfir valmynd

Frétt

22. mars 2012 Forsætisráðuneytið

Fundur um mannréttindi geðsjúkra 29. mars

Fjórði fundurinn í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum verður haldinn fimmtudaginn 29. mars.  Fjallað verður um mannréttindi geðsjúkra og sérstaklega litið til nauðungarvistana á grundvelli lögræðislaga.

Fundurinn verður haldinn í Iðnó í Reykjavík klukkan 8.30 til 10.30 og er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Hægt verður að kaupa léttan morgunverð á staðnum. Táknmálstúlkun verður til staðar hafi þess verið óskað fyrirfram. Hægt er að óska eftir táknmálstúlkun til 25. mars kl. 12.00 með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Innanríkisráðuneytið hóf fyrir áramót fundaröðina um mannréttindamál í tengslum við mótun landsáætlunar í mannréttindum. Fundaröðin er hluti af viðleitni ráðuneytisins til að tryggja að  stefnumótun í svo margþættum og mikilvægum málaflokki sem mannréttindi eru eigi sér ekki aðeins stað innan veggja ráðuneyta heldur í samstarfi og í beinum tengslum við hagsmunaaðila, fræðasamfélag og síðast en ekki síst almenning. 

Dagskrá

Framsöguerindi:

Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.

Guðmundur Örvar Bergþórsson, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu

Héðinn Unnsteinsson,  stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu

Erindi og þátttaka í pallborðsumræðum:

Kristín Tómasdóttir, ráðgjafi hjá Geðhjálp

Björn Hjálmarsson, læknir

Bergþór Grétar Böðvarsson, fulltrúi notenda - gæðaráð geðsviðs LSH

Ellý A. Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar

Lára Björnsdóttir, staðgengill skrifstofustjóra velferðarþjónustu í velferðarráðuneytinu

Fundarstjóri: Styrmir Gunnarsson



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum