Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. apríl 2012 Innviðaráðuneytið

Fulltrúar Eurocontrol ræddu við samgönguyfirvöld

Forráðamenn Eurocontrol, alþjóðastofnunar sem annast  flugleiðsöguþjónustu í Evrópuríkjum, heimsóttu Ísland í dag og ræddu við fulltrúa flugmálayfirvalda, Isavia og innanríkisráðherra.  Alls eru 44 ríki í Evrópu aðilar að stofnuninni sem flest eru aðilar að samtökum flugmálastjórna Evrópu.

Fulltrúar Eurocontrol ræddu við innanríkisráðherra í dag.
Fulltrúar Eurocontrol ræddu við innanríkisráðherra í dag.

Forstjóri Eurocontrol David McMillan, sem áður var flugmálastjóri Bretlands, og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddust við um mögulega aðild Íslands að Eurocontrol. Einnig fóru fram viðræður milli sérfræðinga Eurocontrol annars vegar og hins vegar ráðuneytisins, Flugmálastjórnar og Isavia um málið. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þessum efnum.

Fulltrúar Eurocontrol ræddu við innanríkisráðherra í dag.

Íslensk flugmálayfirvöld hafa átt nokkurt samstarf við Eurocontrol meðal annars á sviði þjálfunar flugumferðarstjóra og við  útreikninga varðandi útblástursgjald.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum