Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. apríl 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fjöldi á málþingi um Svein Pálsson

Frá málþingi um Svein Pálsson
Frá málþingi um Svein Pálsson

Fullt var út úr dyrum á málþingi um náttúrufræðinginn og lækninn Svein Pálsson sem haldið var í gær í tilefni af því að í dag, á Degi umhverfisins eru 250 ár liðin frá fæðingu hans.

Eins og kunnugt er var Sveinn annálaður fræðimaður, rithöfundur, læknir og ferðagarpur sem var frumkvöðull í rannsóknum á náttúru landsins og þá sérstaklega jöklunum. Hann er talinn meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og vegna þess var fæðingardagur hans,  25.apríl,  valinn  Dagur umhverfisins af ríkisstjórn Íslands árið 1998.

Á málþinginu í gær var fjallað um Svein frá ólíkum verkum hans og hugðarefnum. Í erindi um „upplýsingarmanninn“ Svein Pálsson fjallaði Steinunn Inga Óttarsdóttir bókmenntafræðingur, um þann tíðaranda sem ríkti á tímum Sveins þegar upplýsingin var allsráðandi og augu heimsins opnuðust fyrir mikilvægi vísindanna. Ólafur Þ. Jónsson læknir sagði frá læknastörfum Sveins, þeim fábreyttu lyfjum og lækningartækjum sem hann hafði yfir að ráða, víðfeðmu læknisumdæmi hans á Suðurlandi, kaupi og kjörum svo fátt eitt sé nefnt. Þá greindi Oddur Sigurðsson frá rannsóknum Sveins á náttúrunni, s.s. á eldfjöllum, dýralífi og skógum og Helgi Björnsson jöklafræðingur frá merkum rannsóknum og uppgötvunum Sveins á eðli og hegðun jökla. Að lokum sagði Sveinn Runólfsson, Landgræðslustjóri og afkomandi Sveins frá ferðalögum vítt og breitt um landið sem hann tók sér fyrir hendur og þeim glímum sem hann atti við oft á tíðum við óblíða náttúruna á ferðum sínum.

Fjöldi var á málþingi um Svein Pálsson

Fundarstjóri var Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps.

Að málþinginu stóðu umhverfisráðuneytið, Landgræðsla ríkisins, Læknafélag Íslands og Mýrdalshreppur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum