Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. maí 2012 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með aðalframkvæmdastjóra IRENA

Adnan Z. Amin og Össur Skarphéðinsson
Adnan Z. Amin og Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Adnan Z. Amin, aðalframkvæmdastjóra IRENA, sem er í heimsókn á Íslandi í boði utanríkisráðherra.

IRENA hóf formlega störf hinn 4. apríl 2011. 94 ríki eru aðilar að stofnuninni og var Ísland eitt af fyrstu aðildarríkjunum. Stofnunin, sem er með höfuðstöðvar í Abu Dhabi, hefur það að meginmarkmiði að stuðla að þróun á nýtingu sjálfbærra orkugjafa í þróunarríkjum. Áhugi er á því að Ísland verði eitt af sérstökum samstarfsríkjum hennar í jarðhitamálum.

Á meðan heimsókninni stendur mun Amin kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga. Hann mun eiga fund með forseta Íslands og hitta fulltrúa orkufyrirtækja, ráðgjafa- og verkfræðifyrirtækja sem vinna í jarðvarmageiranum auk þess að hitta sérfræðinga Orkustofnunar, jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Íslenskra orkurannsókna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum