Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið

Rætt um skýrslutökur af börnum og notkun dómstóla á Barnahúsi

Innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands héldu í dag vel sótt málþing um skýrslutökur af börnum í sakamálum. Fjallað var um málið frá sjónarhóli dómara, Barnahúss og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rætt var m.a. um aðferðir við skýrslutökur með hliðsjón af aldri og þroska barna og notkun dómstóla á Barnahúsi.

Ögmundur Jónasson ávarpar gesti á málþinginu. Við háborð sitja framsögumenn, f.v. Sandra Baldvinsdóttir, Ólöf Ásta Farestveit og Kristján Ingi Kristjánsson.
Ögmundur Jónasson ávarpar gesti á málþinginu. Við háborð sitja framsögumenn, f.v. Sandra Baldvinsdóttir, Ólöf Ásta Farestveit og Kristján Ingi Kristjánsson.

Framsögumenn á málþingi um skýrslutökur af börnum í sakamálum.Róbert R. Spanó, forseti Lagadeildar HÍ, setti málþingið, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp og erindi fluttu þau Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari, Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss og Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hrefna Friðriksdóttir, dósent við Lagadeild HÍ, stýrði þinginu sem var sent út beint á vefnum.

Svipmynd frá málþingi um skýrslutökur af börnum í sakamálum.Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra velti því upp í ávarpi sínu hvort eðlilegt væri að ólíkar reglur giltu um börn eftir því hvort þau væru yngri en 15 ára eða á aldrinum 15-18 ára. Síðarnefndi hópurinn nýtur ekki þjónustu Barnahúss í sama mæli og sá fyrrnefndi. Þá vék hann að þeim efasemdaröddum sem voru á lofti þegar Barnahúsi var komið á laggirnar árið 1999.  „Ég tel að reynslan hafi kennt okkur að Barnahús sé til góðs fyrir börn og að reglum réttarkerfisins sé með engu móti teflt í tvísýnu með því að láta skýrslutökur fara fram þar. Ég er mjög afdráttarlaust á þeirri skoðun að börn á Íslandi verði að sitja við sama borð í þessum efnum.“


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum