Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið

Mörk kjördæmanna í Reykjavík þau sömu og við síðustu alþingiskosningar

Við fyrirhugað kjör forseta Íslands 30. júní 2012, eiga mörk kjördæma að vera þau sömu og við síðustu alþingiskosningar, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945. Landskjörstjórn hefur ákveðið að auglýsing nr. 346/2009, sem fjallar um mörk kjördæmanna tveggja í Reykjavík við alþingiskosningarnar 25. apríl 2009, skuli fylgt við kjörið.

Gildir það einnig um fyrirmæli hennar um hvar mörkin skuli vera í hverjum mánuði, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, en þau ráða því hvar þeir, sem taka ber á kjörskrá í Reykjavík en búa erlendis eða eru skráðir óstaðsettir í hús í Reykjavík, greiða atkvæði. Samkvæmt því greiða þeir sem tilheyra þessum hópum og eru fæddir 1. til 15. hvers mánaðar atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en þeir sem eru fæddir 16. dag mánaðar eða síðar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum