Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. júní 2012 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegur dagur jarðvegsverndar – 17. Júní

Grasstrá í sandi
Grasstrá í sandi

Árið 1995 gerðu Sameinuðu þjóðirnar 17. júní að alþjóðlegum degi baráttu gegn landhnignun og myndun eyðimarka. Í ár sviðsljósinu beint að því að heilbrigður jarðvegur er undirstaða mannlífs og að hægja verður á þeirri skelfilegu hnignun landkosta sem ógna vistkerfum jarðar þannig að jafnvægi milli eyðingar og endurreisnar verði náð fyrir 2030.

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem ekki er hægt að endurnýja. Frjómoldin er aðeins þunn skel á yfirborði jarðar en stendur undir meginhluta matvælaframleiðslu og annarrar þjónustu vistkerfa.  Samt sem áður verða um 12 milljónir hektara lands, rúmlega stærð Íslands, eyðimerkurmyndun að bráð á hverju ári. Á hverri mínútu breytast 23 hektarar í ófrjótt land. Landhnignun hefur bein áhrif á líf 1,5 milljarða manns í heiminum, en óbein áhrif eru miklu meiri. Jarðarbúum fjölgar hratt, og í húfi er nauðsyn þess að framleiða meiri fæðu á næstu 50 árum en samanlagt í sögu mannkyns.

Nánar má lesa um Alþjóðlegan dag jarðvegsverndar á heimasíðu Landgræðslu ríkisins.

Í tilefni alþjóðlega jarðvegsverndardagsins – World day to combat desertification – verður haldið málþing 18. júní í Þjóðminjasafni Ísland. Mun það fjalla um ástand lands á Íslandi og leiðir til að greina landheilsu.

Nánar um málþingið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum