Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. júní 2012 Heilbrigðisráðuneytið

Drög að lyfjastefnu til umsagnar

Lyfjamál
Lyfjamál

Óskað er umsagna um drög að lyfjastefnu sem nú liggur fyrir. Í stefnunni er birt framtíðarsýn á sviði lyfjamála, auk mælanlegra markmiða og tillagna að aðgerðum til að ná þeim árangri sem að er stefnt. Umsagnarfrestur er til 15. ágúst.

Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að gerð lyfjastefnu til ársins 2020 og aðgerðaáætlun henni tengdri til ársins 2014. Samráðsfundir voru haldnir með hagsmunaaðilum og stofnunum um helstu áherslur og breytingar frá þeirri lyfjastefnu sem gilti árin 2007–2012 auk þess sem um 70 manna heilsdagsvinnufundur um lyfjastefnu var haldinn með aðilunum þann 16. mars 2012.

Öllum er frjálst að gera athugasemdir við drögin. Óskað er eftir að athugasemdir séu stuttar og hnitmiðaðar. Ef athugasemdir varða texta og orðalag er óskað eftir beinum tillögum að nýjum texta í stað almennra athugasemda.

Umsagnir skal senda á netfangið: [email protected] og skrifa í efnislínu: „Umsögn um lyfjastefnu“

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum