Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið

Kosning hafin - hagnýtar upplýsingar

Forsetakosningar eru nú hafnar. Hér að neðan er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga um kjörskrár, kjörstaði eða atriði um framkvæmd kosningarinnar og hvert kjósendur geta snúið sér til að greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag víðs vegar um landið.

kosningavefur
Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, kosning.is.

Innanríkisráðuneytið

  • Í innanríkisráðuneytinu verða veittar upplýsingar meðan kjörfundur stendur yfir eða frá klukkan 9 að morgni til klukkan 22 að kvöldi.
    Símanúmerin eru 545 8280, 545 8281 og 897 0992.
  • Upplýsingar fyrir fjölmiðla veitir Jóhannes Tómasson í síma 896 7416.

Þjóðskrá Íslands

Kjörstaðir

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á kjördag

  • Á vefnum syslumenn.is eru upplýsingar frá embættum sýslumanna um það hvert kjósendur geta snúið sér til að greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag víðs vegar um landið. Þeir sem kjósa utan kjörfundar á kjördag annars staðar en í Reykjavík þurfa sjálfir að sjá til þess að atkvæði þeirra komist í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem þeir eru á kjörskrá. Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo að hægt sé að taka það til greina við kosninguna.

Aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag

  • Reykjavíkurkjördæmi suður: Hagaskóli, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða. Símanúmer 411 4920 og 664 7727
  • Reykjavíkurkjördæmi norður: Ráðhús Reykjavíkur, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða. Símanúmer  411 4910 og 664 7724
  • Suðvesturkjördæmi: Íþróttahúsinu Kaplakrika, Hafnarfirði, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða. Símanúmer 550 4054 og 550 4058
  • Suðurkjördæmi: Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi, bæði meðan kjörfundur stendur yfir og meðan talning fer fram. Símanúmer 480 8100 og 898 1067.
  • Norðvesturkjördæmi: Hótel Borgarnes, Egilsgötu 14-16, Borgarnesi, á meðan kosning fer fram. Símanúmer 891 9154, 864 4456, 848 9229, fax 437 1443. Atkvæði verða talin í íþróttahúsinu í Borgarnesi, Þorsteinsgötu 1.
  • Norðausturkjördæmi: Verkmenntaskólinn á Akureyri. Símanúmer 464 0306, fax 464 0351. Atkvæði verða talin í KA-heimilinu við Dalsbraut á Akureyri, símanúmer 462 3482, fax 461 1839.

Sjá einnig kosningavef innanríkisráðuneytisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum