Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. júlí 2012 Utanríkisráðuneytið

Opið hús á aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn

Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur, Heðin Mortensen borgarstjóri Þórshafnar og Þórður Bjarni Guðjónsson aðalræðismaður Íslands í Færeyjum.
Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur, Heðin Mortensen borgarstjóri Þórshafnar og Þórður Bjarni Guðjónsson aðalræðismaður Íslands í Færeyjum.

Á laugardaginn s.l. var opið hús á aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn í Færeyjum í tilefni af Olavsvöku, þjóðhátíð Færeyinga. Nokkur hundruð manns lögðu komu sína á skrifstofuna þ.á.m. Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur, Heðin Mortensen borgarstjóri Þórshafnar og nokkurra borgarráðsmanna og þingmanna.

Karlakórinn Lóuþrælar úr Húnavatnssýslum kom og tók nokkur lög fyrir gesti og gangandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum